Meirihluti Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi undirbýr núna stórslys í skipulagi í þágu Þyrpingar. Reisa á þétta byggð vestast á Nesinu, við Nes og Bygggarða, við hlið fuglaverndarsvæðis. Þéttleiki byggðarinnar á að vera þrefalt meiri en annars staðar á Nesinu. Þetta er í annað sinn sem Þyrping ræðst gegn fjárhagslegum hagsmunum Seltirninga og vistfræðilegum hagsmunum þeirra. Allra síðustu árin hafa ágjarnir verktakar á höfuðborgarsvæðinu náð taki á sveitastjórnarmönnum, fjölmiðlum og embættismönnum. Samtals er sókn verktaka í nýtingarhlutfall orðin umfangsmesta spilling nútímans á Íslandi.