Rekstri bóksölu M&M á Laugavegi var skipt í tvennt, búð og húsnæði. Búðin var látin borga ofurleigu til húsnæðisfélags. Hún tók þátt í jólavertíðinni 2010. Var síðan gerð gjaldþrota, þegar átti að fara að gera upp við útgáfur og höfunda. Allur gróðinn var horfinn í húsnæðisfélagið. Nú er bókabúðin gjaldþrota og óseldar bækur í umboðssölu eru fastar inni. Eigendur komast ekki að þeim. Skiptaráðandi setti upp útsölu til að fá upp í tapið. Tekjur af henni renna ekki til útgefenda. Þeir bera tvöfalt tap, af seldu bókunum og af óseldu bókunum. Skólabókardæmi um skipulagðan þjófnað að hætti 2007.