Skiptir ótt og títt um sverð

Punktar

Sigríður Andersen gefst ekki upp á vígvelli sínum fyrir framhaldi á ráðherradómi. Beitir nýjum sverðum í stað þeirra, sem bognað hafa eða brotnað. Nú er það orðið karlremba karlaveldis að krefjast afsagnar. Fyrir utan það séu afglöp hennar sjálfu alþingi um að kenna. Hún segist vera sérfræðingur í málinu og geta sjálf veitt sér sína sérfræðiaðstoð. Þarf ekki á neinum hæstarétti að halda til að efast um hæfni sína til að veita sér sjálfri sérfræðiaðstoð. Hún segist þjást af einelti af hálfu andmælenda á alþingi. Vörn hennar verður því hetjulegri sem hún finnur fleira nýjabrum til að halda stöðunni sem hornsteinn þrískiptingar ríkisvaldsins.