Ég skipti oft um skoðun og er stoltur af. Í stöðugum straumi upplýsinga þurfa menn jafnóðum að meta samhengi að nýju. Ein af forsendum framfara. Sumir skipta aldrei um skoðun. Björn Bjarnason hefur ekki skipt um skoðun frá því löngu fyrir fæðingu. Hefur feiknarlegan áhuga á, hver sagði hvað og hvenær í fortíðinni. Heldur skrá yfir ummæli frá fyrri tímum. Vitleysan byrjaði með bókinni “Þeirra eigin orð”, sem kom út fyrir hálfri öld. Þar var reynt að hengja menn í fyrri skoðunum. Björn skilur bara alls ekki, að það er aðalsmerki að skipta um skoðun nokkrum sinnum. Því örar, því betra.