Birgitta Jónsdóttir skipti um skoðun á umsókn um aðild. Fyrir kosningarnar studdi þingmaðurinn viðræður um aðild að Evrópu með þjóðaratkvæðagreiðslu á eftir. Nú er hún andvíg viðræðum án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún segist hafa látið glepjast. Viðræðurnar séu í raun meira en viðræður, þær feli í sér umsókn um aðild. Þær séu ekki bara könnun. Það er laukrétt hjá henni og raunar ekki ný frétt. Birgitta hefur fullt leyfi til að fatta þetta seint og fylgja síðan sannfæringu sinni. En allt málið er dæmigerður orðhengilsháttur Íslendinga. Skauta djarft á túlkun orða sinna og annarra.