Skilyrði eða ekki skilyrði

Punktar

Geir Haarde sagði Alþjóða gjaldeyrissjóðinn ekki hafa heimtað hærri vexti. Davíð Oddsson sagði þó hækkun stýrivaxta eingöngu vera að kröfu sjóðsins. Annar hvor greifinn laug. Við vitum, að það var Geir að venju. Hann dró sína skoðun til baka, en þá tók Ingibjörg Sólrún hana upp! Eru skilyrðin til eða ekki? Líklega er til leyniplagg sjóðsins, sem stjórnin vill ekki viðurkenna, að sé til. Þar er líklega einnig fjallað um stríðsskaðabætur til Gordon Brown, sigurvegarans í IceSave stríðinu. Sem eru hlutfallslega hærri en Versalabæturnar, er leiddu til Hitlers og heimsstyrjaldarinnar.