Skilja ekki pólitíska ábyrgð

Punktar

Pólitísk ábyrgð gildir bara, þegar vel gengur. Í síðustu kosningabaráttu þakkaði Geir Haarde sjálfum sér fyrir velgengni síðustu ára. Nú segir hann ástandið ekki sér að kenna. Ábyrgð hans gildir bara í góðæri. Hann segir ástandið vera sér óviðkomandi. Í öðrum löndum taka ráðherrar pólitíska ábyrgð á vandræðum. Hér vita ráðherrar ekki einu sinni, hvað ábyrgð er. Slík viðhorf geta ekki gengið lengur. Þess vegna þurfum við kosningar sem allra fyrst. Þá getum við loksins persónugert vandann í Geir H. Haarde og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Þau bera pólitíska ábyrgð á hruninu.