Oddný Mjöll Arnardóttir lögfræðiprófessor er sama sinnis og ég. Telur, að “fjárhagsupplýsingar séu ekki skilgreindar sem sérstaklega viðkvæmar persónuupplýsingar í lögum um persónuvernd”. Þetta segir hún í Fréttablaðinu í dag. Að undirlagi fjárglæframanna með stuðningi fjölmiðla hafa fjármál undanfarið verið ranglega skilgreind sem einkamál. Þannig vilja þeir loka fyrir birtingu skattskrár, hefta aðgang að fasteignaskrám og bifreiðaskrám. Leggja áherzlu á bankaleynd. Þessi höft trufla gegnsæi lýðræðis. Þau búa til leyndarhjúp, sem gerði glæpamönnum kleift að setja heila þjóð á hausinn.