Vegna andstöðu í Pakistan urðu Bandaríkin að hætta við að senda þangað Jay Hood hershöfðingja. Átti að verða yfirmaður hers Bandaríkjanna þar í landi. Heimamenn sættu sig ekki við að fá hershöfðingja með flekkaðar hendur frá Guantanamo pyndingabúðunum. Þeir hafa svo sem ekki úr háum söðli að detta í mannréttindum. Höfðu samt sitt fram í þessu máli. Er áreiðanlega upphafið að öðru meira. Sumir hátt settir Bandaríkjamenn tengjast ókræsilegum þáttum í stefnu stjórnarinnar. Munu sæta skertu ferðafrelsi erlendis, skertum framamöguleikum og hugsanlega sæta sumir réttarhöldum vegna stríðsglæpa.