Skemmtiþula CBS

Punktar

Skemmtikrafturinn Katie Couric hefur verið ráðinn fréttaþulur CBS, þar sem áður voru þungavigtarmenn á borð við Walter Cronkite og Dan Rather, sem voru reyndir fréttamenn og vissu, hvað þeir voru að tala um. Með ráðningu skemmtikrafts eru fréttir orðnar sérgrein skemmtunar að mati CBS. Þar þurfa fréttaþulir bara að kunna að lesa línur á prompter, án þess að vita um efni málsins. Couric kemur úr skemmtiþættinum Today og stóð sig ekki vel sem fréttaþulur CBS á ólympíuleikunum á Ítalíu í vetur. Almennt er bandarískt sjónvarp á flótta frá fréttum og Couric er hluti af því.