Mér brá pínulítið, þegar ég skoðaði nýtt Kópavogsblað, þar sem Smáralindarsvæðinu er líkt við Manhattan. Sú samlíking er fráleit. Smáralindarsvæðið er skelfilegt svæði, eins konar ávísun á slömm, meðan Manhattan er eitt bezta dæmi heimsins um vel heppnaða þröng háhýsa. Manhattan er miðja heimsins, allt sem máli skiptir í heiminum í einum punkti. Smáralindarhverfið er hins vegar skipulagsslys, stórbrotin mistök í tilraun til að búa til miðju höfuðborgarsvæðisins. En þetta hverfi er eins og úthverfi í Los Angeles og verður ekki miðja Kópavogs, hvað þá höfuðborgarsvæðisins í heild.