Skattsvik kvótagreifans

Punktar

Frásögn Fréttablaðsins af skattsvikum Kristjáns Vilhelmssonar kvótagreifa sýnir yfirgengileg forréttindi ríkra fram yfir fátæka. Hann telur ekki fram árum saman, án þess að Skattrannsóknastjóri geri neitt. Þegar hún loksins fer að fálma inn í málið, fær Kristján bara brot af sektum fátæklinga. Stéttaskipting ofurríkra og fátækra er að nálgast fullkomnum hér á landi. Ríkir koma fjármagnseigum sínum úr landi afskipta- og átölulaust og borga helmingi minni tekjuskatt en fátækir. Svo fílósóferar Viðskiptablaðið, að hinir ríku hljóti að flýja land, ef hreyft sé við þessu úldna kerfi. Á sama tíma eru pólitísku bófaflokkarnir að semja um ríkisstjórn.