Skattleggjum sykur og gos

Punktar

Ég er sammála Ögmundi Jónassyni heilbrigðisráðherra. Sykur á að skattleggja eins og hverja aðra óhollustu og hvert annað fíkniefni, til dæmis áfengi. Og ekki má gleyma, að skattleggja líka aspartam, sykurlíkið, sem notað er í marga gosdrykki. Einfalt er að byrja á að skattleggja gosdrykki og nota tekjurnar til að koma upp ókeypis tannlækningum fyrir börn. Tíunda hvert barn býr við afar slæma tannheilsu, hærra hlutfall en í nálægum ríkjum. Af þeim býr nokkur hluti við slíka fátækt, að kostnaður við tannviðgerðir er óbærilegur. Munum, að Íslendingar drekka hálfan lítra af gosi á mann á dag.