Skattbyrðin er hófsöm

Punktar

Skattbyrði er hófsöm hér á landi, þótt margir kvarti. Samanburður sýnir, að hún er undir meðallagi í ríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar. Ef við viljum reka hér norrænt velferðarríki, verða skattar að vera háir. Og þeir eru tæpast nógu háir til að standa undir merkjum. Athyglisvert er, að reiði manna beinist mest að benzínsköttum. Er benzínverð samt lægra en í flestum nágrannalöndum. Einnig er athyglisvert, að skattar á fjármagn eru óvenjulega lágir hér á landi. Það fer saman við, að hver ríkisstjórnin á fætur annarri slær skjaldborg um fjármagnseigendur umfram aðra. Jafnvel vinstri stjórnin.