Skattar eru að lækka á Íslandi, þótt ótrúlegt megi virðast þeim, sem trúa á Hádegismóra. Mitt í öllu blaðrinu um skattahækkanir lækkar hlutfall ríkisins af þjóðarútgjöldum. Samneyzlan á þessu ári er 25%, hin sama og hún var árið 2003. Samkvæmt Hagstofunni stefnir hún á næsta ári í 24% og hefur þá um langt árabil ekki verið lægri. Þótt skattar hafi hækkað á þá, sem mest mega sín, hafa heildarskattar lækkað. Enda sýnir sagan, að skattar hækka einkum í tíð hægri stjórna. Þar ríkir meira ábyrgðarleysi í fjármálum, eins og hrunið sýndi. Lestur hagskýrslna er betri leið til þekkingar en lestur Moggans.