Skannaðar bækur

Punktar

Þúsundir manna í heiminum hafa atvinnu af að skanna bækur í stafrænt form fyrir tölvur. Google er að skanna allar bækur fimm stórra bókasafna. Amazon hefur skannað nokkur hundruð þúsunda bóka. Komið er í notkun svissneskt tæki, 4DigitalBooks, sem flettir bókum og skannar þær sjálfvirkt. Sá tími nálgast, að almenningur hafi allar enskar bækur aðgengilegar til lestrar og uppflettingar. Höfundar og útgefendur telja þetta vega að höfundarétti og hafa fengið hann lengdan í Bandaríkjunum. Frekar ætti að stytta hann niður í fimm ár. Skönnun allra íslenzkra bóka er mesta þjóðernismál okkar, hvenær fáum við svissneska tækið?