Skýrslan um tjón af völdum brezku hryðjuverkalaganna er til heimabrúks. Er ekki til á ensku, en kannski þýðir hana skýrslubeiðandinn, Guðlaugur Þór Þórðarson. Skýrslan er skáldskapur að mestu, verður hvargi talin frambærileg sem sönnunargagn. Bretar líta öðrum augum á silfrið. Alastair Darling og Gordon Brown telja, að ríkisstjórn Geirs og seðlabanki Davíðs hafi reynt að ljúga að sér um stöðuna. Darling og Brown telja þá Geir og Davíð ærulausa menn, terrorista í fjármálum. Hryðjuverkalögin hafi verið nauðsynleg vörn í stöðunni. Ég efast stórlega um, að Ísland græði á að rifja upp þann skandal.