Skákmenn fá peningasektir

Punktar

Í flestum menningarborgum heims eru skáktorg, þar sem fólk situr og teflir. Eitt slíkra torga er Inwood Hill garðurinn við Emerson leikvöllurinn í efri Manhattan. Þetta er einn af 536 stöðum í New York, þar sem fólk teflir undir beru lofti. Nú hefur lögregla 34. hverfis bannað taflmennsku í Inwood Hill, svo að börnin á Emerson lendi ekki í höndum kynóðra gamlingja. Reynt var að benda löggunni á, að eftirlaunamenn við skákborð væru ekki hættulegir. En allt kom fyrir ekki. Gamlingjarnir eru sektaðir um fimmtíu dollara, ef þeir reyna að tefla. Þetta er nýjasta dæmið um, að margt er skrítið í Ameríku.