Skaði af erfðabreyttu

Punktar

Viðamesta rannsókn, sem gerð hefur verið á erfðabreyttu korni í Evrópu, bendir til, að það hafi að ýmsu leyti skaðleg áhrif á lífríkið, einkum villtar tegundir þess. Þetta mun vafalaust herða andstöðu Evrópu við erfðabreytt matvæli og leiða til aukinna takmarkana á innflutningi slíkra matvæla til álfunnar. BBC segir frá þessu. Það verður því tæpast markaður í Evrópu fyrir erfðabreytt matvæli frá Íslandi, þar sem erfðabreytt ræktun er farin að leika lausum hala. Niðurstaðan hefur þegar stuðlað að þeirri ákvörðun Monsanto, helzta framleiðanda erfðabreyttra matvæla í heiminum, að hætta tilraunum til að ná fótfestu í Evrópu.