Sjúskaðir flokksleiðtogar

Punktar

Helztu foringja Sjálfstæðisflokksins rekur án stýris um gráu siðferðishöfin. Formaðurinn nýi kemur úr einu af frægum fyrirtækjum samráðs gegn almenningi, benzínbransanum. Varaformaðurinn fékk tugmilljón króna kúlulán út á andlitið á sér. Annar leiðtoginn í Reykjavík fékk milljarða innspýtingu í illa rekinn sjóð, hinn fræga sjóð 9 í Glitni. Hinn leiðtoginn í Reykjavík er margsaga um afskipti sín af tugmilljóna herfangi Flokksins úr FL Group og Landsbankanum. Frægasti frambjóðandi Flokksins á Suðurlandi er gamall tugthúslimur fyrir hirðusemi í opinberum rekstri. Samanlagt er þetta nokkuð sjúskaður flokkur.