Sjúklingar og pilsfaldur

Punktar

Einkasjúkrahús Róberts Wessmans á Keflavíkurvelli fjaraði út. Sjúklingana skorti. Aukið frelsi í vali sjúklinga á sjúkrahúsum í Evrópu varð ekki að veruleika. Og erfitt reyndist að sækja á Bandaríkjamarkað, enda engin forsaga að baki spítalans. Svona fer um ýmsar ágætar hugmyndir, þær ganga ekki upp. Þarft er að minnast þess, að ríkissjóður átti að punga út einum milljarði til að gera ævintýri Wessmans að veruleika. Eins og oftar átti þetta að vera pilsfaldakapítalismi. Ríkinu var ætlað að taka áhættuna af einkarekstrinum. En ríkið lét ekki plata sig, þótt Flokkurinn hamaðist.