Sjötíu dagar verða að einum

Punktar

Hér á Kaldbak hefur verið brakandi þurrkur dag og nótt frá mánudegi. Ekki einu sinni næturdögg. Mánudaginn voru tuttugu hektarar af túninu slegnir. Þriðjudaginn var heyinu snúið tvisvar, miðvikudaginn var múgað, rúllað og plastað. Þetta var úrvals hestahey, 151 rúlla. Allur heyskapur ársins á þremur dögum. Þegar ég var í sveit í Skagafirði var slegið linnulaust frá 1. júlí fram í september. Alla daga nema sunnudaga, allan daginn, með tvisvar tveimur hestum fyrir sláttuvél. Sláttur, sem þá tók sjötíu daga, tekur nú einn dag. Ein af ótal birtingarmyndum tæknibyltingarinnar.