Sjóslys Moggans

Punktar

Stýrihópur hét það, ekki rannsóknanefnd. Egill Helgason útskýrði í bloggi sínu, að rannsóknanefnd finnur sannleika, stýrihópur kemst að málamiðlun. Samt sýnir niðurstaða stýrihópsins, að nokkrir þurfa að fjúka hjá borginni og Orkustofnun. Morgunblaðið birti sjóslysamynd af öllum fjórum á forsíðu í gær. Það eru Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Hjörleifur B. Kvaran, Guðmundur Þóroddsson og Haukur Leósson. Þetta eru mennirnir sem efndu til fjárglæfra undir stjórn FL-Group. Viðskiptalífið er siðlaust og grúppur reka engan, þar ræður villta vestrið. En borgin verður að reka sína ágjörnu kúreka.