Sjónhverfingar um göng

Punktar

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir bremsaði sjónhverfingar kjördæmapotaranna með Vaðlaheiðargöng. Sjónhverfingar Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra og annarra þingmanna Norðausturkjördæmis. Þeir létu búa til excel-skjal um, að göngin muni standa undir sér. Að þau verði sjálfbær. Að sjálfsögðu trúir enginn lengur pöntuðum excel-skjölum. Fá þarf óháðan aðila til að fara yfir útreikningana og leggja dóm á þá. Vonandi tekst Alþingi að komast um raun um, hvað hæft sé í fullyrðingum Steingríms og félaga. Vaðlaheiðargöng eru greinilega ekki í eðlilegu og hefðbundnu ferli, heldur í sjónhverfingum.