Enn skrifa svokallaðir fræðingar eins og pólitíkusar. Eins og hægt sé að búa til peninga með því að færa þá til. Nýjustu dæmin eru Bjarni Guðmundsson og Benedikt Jóhannesson. Þeir segja ríkið græða 30-35 milljarða á að leggja skatt á lífeyri, þegar hann kemur í sjóðina. Í stað þess að leggja hann á lífeyri, þegar hann er greiddur út til fólks. Í rauninni verður þetta fé ekki til, það er tekið af lífeyri fólks. Þetta er dæmigert rugl um að leysa vandamál á einum stað með því að færa það á annan stað. Þeir félagar mættu gjarna spyrja lífeyrisfólk, hvernig því lítist á að borga fjárlagahallann.