Sjónhverfing um lágmarkslaun

Punktar

Verkalýðsrekendurnir í Alþýðusambandinu undirbúa jarðveginn fyrir lélegan kjarasamning. Bjuggu til töflu um lágmarkslaun í Evrópu. Samkvæmt henni eru lágmarkslaun hér hærri en víðast hvar í Evrópu. Bull. Ef Gylfi Arnbjörnsson getur sýnt fram á, að íslenzkir götusóparar hafi 300.000 krónur á mánuði, skal ég trúa. En ég bjó um skeið í Gent í Belgíu. Talaði þar við götusópara, sem hafði 300.000 krónur fyrir venjulegan vinnutíma. Sannfærður um, að hér eru laun götusópara ekki hærri en 160.000 krónur. Fullyrði, að þau eru bara helmingurinn af lágmarkslaunum í Vestur-Evrópu. Annað er bara sjónhverfing.