Sjónvarpið er ein af ástæðunum fyrir hnignun lýðræðisins. Ósjálfrátt forheimskar það kjósendur. Þeir ímynda sér, að trausts verðir séu þeir, sem eru fagrir og einlægir á svipinn á skjánum. Sagan sýnir okkur, að svo er alls ekki. Ekkert samhengi er milli útlits og innihalds. Sjáið til dæmis Tony Blair. Þið hafið meira gagn af sjónvarpsfréttum, ef þið hlustið á þær, en horfið ekki. Mest gagn hafið þið af að nota aðrar tegundir fréttamiðla, útvarp eða dagblöð. Sjón er sögu fátækari.