Sjokk, reiði, hvað svo?

Punktar

Reiðin er varla hafin. Við erum enn að renna inn í sjokkið. Fólk er tæpast farið að átta sig á, að allt er hrunið. Er ekki enn búið að missa vinnuna. Ekki enn farið að fá reikninga myntkörfulána með nýju tölunum. Ekki enn farið að fá reikninga með nýju vaxtatölunum. Fólk áttar sig ekki á, að byggingaiðnaðurinn verður lokaður í nokkur ár. Það áttar sig ekki á, að hver greinin hrynur á fætur annarri. Flest fólk er ekki enn komið í sjokk. Á eftir sjokkinu kemur svo reiðin. Sú reiði, sem við sjáum núna, er bara örlítið upphaf hennar. Þegar reiðin skellur á, veit enginn hvað gerist.