Sjóðurinn vill svelta okkur

Punktar

Við þurfum að átta okkur á alvöru málsins, er Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn læsir í okkur klónum. Við höfum langa sögu af björgunarstörfum sjóðsins víðs vegar um heiminn. Hann sættir sig ekki við minna en að fólk svelti í hel. Hann hefur eingöngu áhuga á einkaframtaki og velgengni þess. Hann hefur engan áhuga á lifandi fólki, telur það bara til vandræða. Ef við verðum að fá lán hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum, þýðir lítið að tala um áfallahjálp hér á landi. Sjóðurinn krefst, að engu fólki verði hjálpað um neitt. Hann er síðasta vígi hnattvæðingar og frjálshyggju í heiminum.