Alþjóða gjaldeyrisstjóðurinn heldur uppi banvænni haftastefnu Seðlabankans. Gjaldeyrishöftin harðna og færa landið frá eðlilegum markaði. Háu vextirnir valda því, að bankar fyllast af peningum, sem ekki eru notaðir. Bankarnir vita vel, að fyrirtæki geta ekki staðið undir vöxtunum og lána því ekki út. Leggja þá heldur inn í Seðlabankann eða kaupa ríkispappíra. Þannig hindrar hávaxtastefnan peningana í að flæða um atvinnulífið. Það stafar ekki af skorti á erlendu lánsfé. Innlent lánsfé hefur tvöfaldazt, en er frosið. Það er sjóðnum að kenna. Með sama framhaldi setur hann landið beint á hausinn.