Sjö staðföst ríki

Punktar

Gaman er að lesa nýjan lista yfir stuðningsríki Bandaríkjanna. Í kosningu um nýtt mannréttindráð Sameinuðu þjóðanna greiddu 170 ríki atkvæði gegn tillögu Bandaríkjanna, þar á meðal Ísland. Bandaríkin voru aðeins studd af Ísrael, Marshall-eyjum og Palau, en Hvíta-Rússland, Íran og Venezúela sátu hjá. Þessi sjö ríkja hópur viljugra og staðfastra er óneitanlega tættari en hann var, þegar ráðizt var á Írak. Bush er kominn í björgunarbátinn með Ísrael auðvitað, einræðisherranum Lúkasjenkó og trúarofstækismanninum Amedinedjad, svo og tveimur eyjum, sem ekki sjást á kortinu.