Sjö skjólstæðingar ráðherrans

Punktar

Ein fyrsta lygi Björgvins ráðherra í ruglinu var, að sérstaklega yrði gætt hagsmuna námsmanna. Þeir fengu í skallann gengishrun og bankahrun. Nú eru efndir loforðsins komnar í ljós. Sjö manns fengu neyðarhjálp námsmanna. Það er allt og sumt. Jafngildir því, að Björgvin ráðherra hafi logið öllu saman. Eins og öðru, sem hann lofaði í ruglinu á blaðamannafundum með Geir. Nú eru þeir hættir að halda blaðamannafundi, enda geta þeir ekki endalaust lofað öllu fögru, þegar efndirnar eru farnar að koma í ljós. Ríkisstjórnin hefur vandlega læst að sér og hleypir engu hreinu lofti inn í fílabeinsturninn.