Sjö siðblindir lagatæknar

Punktar

Lagatæknar telja málaferli toppinn á siðferði manna og þjóða. Sjö lagatæknar gera sig þessa dagana að fífli með yfirlýsingum í fjölmiðlum. Í gær kom í ljós, að þeir skilja ekki orsök þess, að ekki er farið í mál við Ísland út af IceSave. Nú skrifa þessir siðblindu tæknar í annað sinn. Halda fram, að málaferli séu siðlegri en samningar. Einn þeirra telur raunar málaferli vera hástig siðmenningar Vesturlanda. Venjulega siðferðisgreint fólk veit hins vegar, að samningar eru siðlegir, en málaferli ekki. Meirihlutinn veit, að siðlegt er að semja um IceSave. Að ósiðlegt að hanga dauðahaldi í lagatækni.