Sjálfvirkar þýðingar batna

Punktar

Nota stundum Google Translate. Sjálfvirki þýðarinn hefur batnað mikið upp á síðkastið. Núna er nokkurn veginn hægt að skilja ensku þýðinguna á íslenzkum texta. Íslenzka er eitt af fjörutíu tungumálum heimsins, sem fá úrvalsþjónustu þessa hjá Google. Þessi fjörutíu tungumál verða heimsmálin, þegar þýðingarnar þroskast enn frekar. Sæmilegar horfur eru á, að þetta takist með íslenzku. Þó er hugsanlegt, að eftir sitji erfiðir hnútar. Að því leyti er líklegt, að íslenzka breytist með tímanum, verði einfaldari og flatari. Sú þróun ræður úrslitum um, hvort íslenzka lifir eða hvort þjóðin taki smám saman upp ensku sem tungumál.