Meðan ríkisstjórnin leitar hverrar leiðarinnar á fætur annarri til að tryggja, að frjálsir fjölmiðlar sýni henni meiri tillitssemi en verið hefur, fer allt úrskeiðis hjá hennar eigin fjölmiðli, hjá hennar eigin útvarpsstjóra, sem framleiðir yfirmenn á færibandi á þrengstu flokkspólitísku forsendum. Það er harmsaga hins spillta Sjálfstæðisflokks og útvarpsstjóra flokksins, að yfirmannaráðningar hans um langt árabil eru og hafa verið fyrsti, annar og þriðji vandi íslenzkrar fjölmiðlunar. Engin vandræði í fjölmiðlum jafnast á við vinnumiðlun ríkisútvarps Sjálfstæðisflokksins.