Sjálfstæðir þjóðrembingar

Punktar

Megineinkenni Íslendinga felst í að misskilja háð Halldórs Laxness. Hann gerði grín að þeim í hlutverki Bjarts í Sumarhúsum. Í stað þess að forða sér úr hlutverkinu hafa þeir sett sér það við hjartastað. Telja lofsvert að haga sér eins og Bjartur. Feta með þúfnagöngulagi í einstefnu út í einangrun og meint sjálfstæði, sem felur í sér þrældóm og dauða. Standa í lappirnar eins og það hét í þjóðaratkvæðinu. Rækta það, sem séríslenzkt er, ríkisrekinn landbúnað og kvótagreifa. Leggjast þreyttir og sælir til svefns að kvöldi eftir ónýtt dagsverk. Séríslenzkir Íslendingar eru góðra manna háð og spott.