Sjálfsmyndin

Punktar

Umræða fjölmiðla eftir sýningu stuttmyndar Kristínar Ólafsdóttur staðfestir það, sem löngu áður var vitað, að Íslendingar hafa lélega sjálfsmynd og sækja hana að utan með spurningunni: “How do you like Iceland.”. Menn vissu áður, að Íslendingar reyna að losna úr sjálfum sér með því að drekka frá sér ráð og rænu. Nú hefur bætzt við fyrri skelfingu, að Íslendingar búi í ljótum skúrum og skrítin lykt sé af þeim og vatninu þeirra. Engin þjóð í heiminum er eins upptekin af áliti utanaðkomandi fólks. Nú þarf að fara að kenna Dale Carnegie í barnaskólum til að laga þetta.