Sjálfskveljandi lestur

Punktar

Taktu ekkert mark á stefnu eða kosningaloforðum neins. Sjálfstæðisflokkur fremur yfirleitt 100% í andstöðu við eigin texta. Aðrir flokkar eru skárri. Við sjáum þetta tilgangsleysi sjónarmiða, þegar við skoðum verk flokka í ríkisstjórn. En andstöðuflokkar þurfa að gera meira en að hafa skoðun. Þeir þurfa að leggja fram frumvörp um mál sín og fylgja þeim markvisst eftir. Um alla pólitík á Íslandi má segja, að orð eru einskis virði. 0% verðgildi. Samt er fólk að hafa fyrir að lesa kosningaáróður og velta út frá honum fyrir sér, hver sé beztur. Slíkt er fáránlegasta iðja, sem hægt er að hugsa sér. Sjálfskveljendur láta ljúga að sér.