Frakkar eru ánægðir með sig, finnst allt bezt í Frakklandi, til dæmis betra en í Bandaríkjunum. Ef við líkjum Frökkum við Íslendinga að þessu leyti, skulum við minnast þess, að engum Frakka dettur í hug að segja við útlending: “How do you like France'”. Hann þarf ekki staðfestingu útlendinga á fordómum sínum. Að baki sjálfsánægjunni er sterk sjálfsmynd, sem hvílir föstum grunni á innri styrk þeirra sem þjóðar. Íslendingar eru hins vegar svo nagaðir af kvíða um stöðu sína, hafa svo veika sjálfsmynd, að þeir sækja staðfestingu fordóma sinna í spurninguna: “How do you like Iceland?”