Sitjum við uppi með stuldinn?

Punktar

Talsmenn hagsmunagæzlu kvótagreifa berjast hatrammlega gegn tilraunum fólks til að ná aftur auðlindunum. Þjóðin á auðlindirnar samkvæmt stjórnarskrá, en það virðist ekki vera haldreipi. Kvótagreifarnir stálu auðlindum hafsins og veðsettu þær upp fyrir topp. Nú er verið að reyna að endurheimta þær og gengur treglega. Verst var sáttanefnd hagsmunaaðila, sem Jón Bjarnason skipaði. Við hagsmunaaðila af tagi kvótagreifa verður aldrei nein sátt, sem máli skiptir. Við eigum að nota tækifærið, þegar Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn eru utan stjórnar. Annars sitjum við uppi með stuldinn.