Talning atkvæða í Írak bendir til, að sigur sjítaklerksins Al Sistani verði mun meiri en áður var talið. Þegar tíundi hluti atkvæðanna hafði verið talinn, hafði sú samsteypa 75% atkvæða. Leppur Bandaríkjastjórnar, Ajad Allawi, hafði hins vegar aðeins fengið 19% atkvæða. Því verður erfitt fyrir herstjórnina að troða honum inn í nýja landstjórn. Flest bendir til, að Sjítar taki höndum saman við Kúrda um sterkan þingmeirihluta og tögl og hagldir í ríkisstjórn Íraks. Bandaríkjaher verður sagt að hypja sig heim fyrir áramót.