Símtöl sljórra landsfeðra

Punktar

Ímyndaðu þér, að þú sért forsætis. Ímyndaðu þér, að Davíð hringi í þig í júní eða júlí og segi þér, að bankarnir muni hrynja. Mundir þú muna þetta samtal? Geir Haarde man það ekki. Man ekki spána um hrunið. Man bara að samtalið var í júlí, en ekki í júní eins og Davíð sagði. Er í lagi, að sljóir menn tuldri í símann um fjöregg okkar og gleymi öllu sitt á hvað? Er í lagi, að menn fatti ekki hrunspá? Er í lagi, að slíkar reginfréttir komi alls ekki fram í skýrslum seðlabankans? Í þessu símtali áttust við tveir menn, sem eru gersamlega ófærir um að tala í síma. Hvað þá annað og meira.