Spurt var um ábyrgðina á brottrekstri Paul Ramses. Það var ekki ég, sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Vísaði á Björn Bjarnason. Það var ekki ég, sagði Björn Bjarnason. Vísaði á Hauk Guðmundsson, settan fangabúðastjóra Útlendingastofnunar. Sá er blýantsnagarinn, sem á að leika hlutverk Adolfs Eichmann. Mig minnir, að Hildur Dungal hafi verið engu skárri. Stofnunin er hluti af lögregluríki Björns Bjarnasonar. Skipuð tugum lögmanna, sem gera ekkert og segja nei. Með núverandi rekstri er hún alveg óþörf. Reka má allt pakkið og setja í staðinn upp símsvara, sem segir í sífellu: Burt með hann.