Simmi segi ekki af sér

Punktar

Af gefnu tilefni tek ég fram, að ég tel ekki ástæðu til að Sigmundur Ernir segi af sér á Stöð 2. Myndatækin reyndust að vísu ekki hafa skemmzt, hann meinti líklega viðskiptavildina. Að minnsta kosti var ekki hægt að taka mynd af skemmdunum. En þó þurfti að tengja kaplana saman aftur. Og Sigmundur átti ekki við Egil Helgason sem hvetjanda skrílsins. Heldur við einhvern annan þáttastjórnanda ríkissjónvarps. Vill bara ekki segja hvern. Það er nefnilega í tízku að þykjast vita og vilja ekki staðfesta, samanber Davíð. Líklega var það Ragnhildur Steinunn, sem æsti skrílinn gegn Simma. Spyrjið Ragnhildi.