Hugtakafalsanir hófust, er Jóhannes Nordal seðlabankastjóri fann upp orðið gengisbreyting fyrir það, sem hét gengislækkun. Með stuldi almannatengla á tungumálinu hefur hámarki hugtakafalsana verið náð með að nota orðasambandið “að fara á svig við lög” yfir það, sem áður hét lögbrot. Með orðasambandinu er gefið í skyn, að lög séu bara hindranir á vegi skíðamanns. Frægur var svonefndur einkalífeyrissjóður, sem var nýyrði um svindl eins hrunverjans. Og nú er sérstakur saksóknari ríkisins kominn í lið hugtakafalsara. Hann notar orðið símhlustun yfir símahlerun. Hvert er óhreina mjölið á þeim bæ?