Sigurlíkur auknar um 70%

Punktar

Gömul sannindi segja reykingar stuðla að krabbameini. En sumir vita kannski ekki, að þær eru 30% orsakavaldur krabbameins. Gömul sannindi segja líka unnar matvörur stuðla að krabbameini. En sumir vita samt ekki, að þær eru 30% orsakavaldur krabba. Með því að hætta að reykja og forðast unninn mat dregur fólk um 60% úr líkum á krabbameini. Önnur 10% fást með ýmsum hætti, þannig að alls eru 70% af áhættunni í eigin höndum. Í einu vetfangi getur fólk snarminnkað líkur á krabba. Í DV í gær er fyrirtaks kökurit, sem sýnir ýmsa áhættuþætti krabbameins. Þar sést, að erfðaþættir eru bara 15% vandans.