Unga fólkið er klárt á Íslandi, vel menntað og sumt jafnvel orðið auðugt. Það er að sigra heiminn í kaupsýslu og listum. Á hverju sviðinu á fætur öðru stígur ungt fólk fram og gert hluti, sem áður voru taldir óhugsandi. Of snemmt er að spá um farsæld þessa fólks, en enginn frýr því vits. Þetta eru allt aðrir og betri árgangar en þeir voru í gamla daga, þegar ég kom á vinnumarkað og þurfti bara að geta mætt og vera ófullur til að vera betri en hinir. Unga fólkið í dag er ekki með mosann í skegginu, það er óbilandi bjartsýnt og starfar ýmist í fjármálum eða listum. En sést ekki í pólitík.