Þeir, sem fjalla um fangelsi, láta undir höfuð leggjast að taka afstöðu til þess, sem mestu skiptir. Að fangelsi halda síbrotamönnum frá iðju sinni um sinn. Í staðinn rífast menn um, hvort fangelsi eigi að vera refsing eða uppbygging eða skóli. Helmingur fanga er í síbrotum og bíða bara eftir færi á að taka upp fyrri iðju. Helmingur fanga er algerlega vonlaus, þótt öllum vandamálafræðingum sé sigað á þá. Samfélagið gerir þá kröfu til þeirra, sem sjá um fangelsin, að það sé ekki varnarlaust gegn síglæpamönnum. Langar innisetur þeirra gera þeim hvorki gagn né skaða. En þær frelsa samfélagið.