Siðvæðir ekki – rukkar bara

Punktar

Ríkisstjórnin er ekki að siðvæða kerfið, hún er bara að rukka þjóðina. Hún er ekki að hreinsa græðgisliðið og kúlulánafólkið úr bönkunum. Það er þar enn, jafnvel í skilanefndum. Er ekki að slengja ábyrgð á hruninu á herðar skúrka, hún setur allt klabbið á þjóðina. Enn ganga lausir bankastjórar, yfirmenn banka og útrásarvíkingar, sem hreinsuðu hundruð milljarða út úr bönkunum. Stjórnin þjónustar fjölþjóðastofnanir, sem heimta, að saklaust fólk sé hneppt í skuldafangelsi fyrir hönd skúrka. Lætur alla orsakavalda hrunsins ganga áfram lausa og liðuga. Við erum enn á kafi í siðleysinu.