Talíbanar hafa fært út kvíarnar til Sádi-Arabíu og furstadæmanna í Arabíu. Í Jemen er komin siðsemislögga, sem bannar egypzka söngvaranum Ehab Tavfik að koma fram. Af því að hann syngur um ástina. Siðsemislöggurnar fara um baðstrendur til að hindra fólk í að gera ljótt. Siðameistarinn er Abdel Majid Al-Zindani, sem kenndi Osama bin Laden ofstækið. Og segist hafa fundið upp lyf gegn eyðni. Kenningar hans njóta stuðnings ríkisvaldsins í Jemen. Rétt er að vara ferðamenn við að fara þangað. Kona lenti í að vera fangelsuð fyrir hópnauðgun á sér. Ekki er allt fengið með fínum hótelum.